Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. nóvember. 2011 06:44

Arabískt kvöld í Landnámssetrinu

Fimmtudagskvöldið 17. nóvember klukkan 19:00 munu borðin í Landnámssetrinu í Borgarnesi svigna undan arabískum kræsingum. Gestakokkarnir Lína Mazar og Abeer Mahmood sem búsettar eru á Akranesi töfra fram spennandi rétti frá Írak og Palestínu. Ilmur af möndlum, kanil, kardimommum og margvíslegu spennandi kryddi mun fylla salinn ásamt ljúfum, arabískum tónum. Sigríður Víðis Jónsdóttir, höfundur bókarinnar Ríkisfang: Ekkert, les upp úr bókinni, segir frá hugmyndinni að baki henni og sýnir ljósmyndir sem hún tók í Írak og Palestínu. Bókin hefur vakið mikla athygli og fengið einróma lof gagnrýnenda en hún fjallar um Línu, Abeer og hinar flóttakonurnar sem fengu hæli á Akranesi haustið 2008.

Hvernig er hægt að vera ríkisfangslaus? Hvernig er að ala upp börn í stríði? Hvernig er að enda í tjaldi? Hvernig er að skola á land á Íslandi? Er meðal spurninga sem svarað er. Bókin verður til sölu á staðnum á sérstöku tilboðsverði.

 

Bóka þarf í matinn fyrir 15. nóvember í síma 437 1600 eða með tölvuðpósti á landnam@landnam.is. Verð er 2.800 kr.

 

-fréttatilk.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is