11. nóvember. 2011 01:50
Landgræðslu-verðlaunin 2011 voru veitt við hátíðlega athöfn í Gunnarsholti í gær. Verðlaunin eru árlega veitt einstaklingum, félagasamtökum og skólum sem unnið hafa að landgræðslu og landbótum. Með þessari viðurkenningu vill Landgræðsla ríkisins vekja athygli þjóðarinnar á fórnfúsu starfi fjölda þjóðfélagsþegna að landgræðslumálum og jafnframt hvetja aðra til dáða. Þeir sem hlutu verðlaunin að þessu sinni voru: Hjónin Þorvaldur Jónsson og Ólöf Guðmundsdóttir í Brekkukoti í Reykholtsdal, Gunnar Einarsson og Guðrún Sigríður Kristjánsdóttir Daðastöðum í Öxarfirði, Gunnar B. Dungal og Þórdís A. Sigurðardóttir Dallandi í Mosfellsbæ og Vinnuskóli Fljótsdalshéraðs.
Verðlaunagripirnir, Fjöregg Landgræðslunnar, eru unnir af Eik-listiðju á Miðhúsum á Héraði.