Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. nóvember. 2011 03:43

Íslenskar landbúnaðarvörur vel samkeppnisfærar við Norðurlöndin

Í könnun Bændasamtaka Íslands á verði landbúnaðarvara í fimm verslunum á Norðurlöndunum um miðjan október sl., kom í ljós að íslenskar afurðir eru samkeppnisfærar við vöruverð á hinum Norðurlöndum. Könnunin var gerð vikuna 12. – 20. október af starfsmönnum bændasamtaka viðkomandi landa.  Verðið var reiknað yfir í íslenskar krónur á gengi 19. október. Vörurnar voru valdar þannig að ætla mætti að þær væru algengar í innkaupakörfum og gætu talist sambærilegar milli landa. Þannig var t.d. sneitt hjá unnum kjötvörum. Allar vörutegundirnar er að finna á lista yfir þær vörur sem Hagstofan kannar verð á í mælingum á þróun vísitölu neysluverðs. Kannað var verð á léttmjólk, 17% osti, smjöri, svínakótelettum, ferskum, heilum kjúklingi, nautahakki, eggjum, kartöflum og tómötum.

 

 

 

 

Verslanirnar sem bornar voru saman eru Bónus á Fiskislóð í Reykjavík, Netto í Danmörku, Rema í Danmörku, Ica Kvantum í Svíþjóð og Remi í Noregi. Þegar verðmunurinn er skoðaður eftir vöruflokkum kemur m.a. fram að umtalsverður verðmunur er á mjólkurvörum Íslandi í hag. Léttmjólk reyndist ódýrust á Íslandi en langdýrust í Noregi. Ostur var ódýrastur í Svíþjóð. Íslenska smjörið var langódýrast, en nýsjálenskt og þýskt smjör í verslunum í Danmörku reyndist dýrast. Kjötvörur reyndust dýrastar í Noregi. Þegar á heildina er litið var kjöt ódýrast í Svíþjóð. Svínakótelettur voru hins vegar ódýrari á Íslandi en í Danmörku. Verð á eggjum var yfirleitt lægra á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndunum. Kartöflur og tómatar eru ýmist seld í lausu eða pakkningum. Ódýrustu kartöflurnar voru í Bónus á Íslandi í 1,5 kg pakkningum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is