Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. nóvember. 2011 09:51

Naumt tap Snæfells í Garðabænum

Snæfellingar töpuðu með einu stigi fyrir Stjörnumönnum í Garðabænum á föstudagskvöldið, 90:89. Þetta var þriðja tap Snæfells í IE-deildinni í vetur í sex leikjum, og er liðið því með 50% árangur það sem af er. Snæfell er nú sem stendur í 7. sæti deildarinnar með 6 stig, en það eru líka liðin frá 5.-9. sæti; Þór Þ, ÍR, Njarðvík og Fjölnir.  Stjarnan byrjaði betur í leiknum og var komin tíu stigum yfir þegar flugeldasýningunni í fyrsta leikhluta lauk, en þá var staðan 35:25. Stjarnan hélt uppteknum hætti í upphafi annars leikhlut og var forskot Stjörnumanna komið upp í 16 stig, 44:28. Þá virtust Snæfellingar vakna til lífsins og á stuttum tíma náðu þeir muninum í 9 stig, 47:38. Hægt og rólega hélt munurinn áfram að minnka og þegar um tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik var hann kominn niður í 4 stig, 52:48. Snæfellingar gerðu sig þá seka um ruðning í tveimur sóknum í röð, en þrátt fyrir það skoruðu þeir 8 stig á lokamínútunni og höfðu því 4 stiga forskot þegar flautað var til hálfleiks, 52:56.

 

 

 

Heimamenn voru fljótir að vinna sig aftur inn í leikinn í þriðja leikhluta og komust aftur yfir með troðslu frá Keith Cothran eftir sendingu frá Justin Shouse nokkuð fyrir utan þriggja stiga línuna, 65:63. Jón Ólafur Jónsson og Ólafur Torfason Snæfell og Fannar Helguson Stjörnunni fengu allir sína fjórðu villu á síðustu þremur mínútum þriðja leikhluta. Þegar flautað var til loka þriðja leikhluta hafði Stjarnan tveggja stiga forskot, 74:72. Jón Ólafur Jónsson fékk sína fimmtu villu snemma í fjórða leikhluta og var því sendur í bað. Stjarnan hafði þá frumkvæðið í leiknum og leiddu með 2-4 stigum. Þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum höfðu þeir yfir 83:81. Síðan var nánast jafnt á öllum tölum, en Stjarnan með eins stigs forskot 90:89 þegar Snæfell fór í síðustu sókn leiksins og reyndi háan bolta inná Marquis Sheldon Hal. Það tókst ekki og Stjörnumenn fögnuðu vel í leikslok, enda tókst þeim með sigrinum að kvitta fyrir sigur Snæfells í Lengjubikarnum á dögunum.

 

Hjá Snæfelli var Jón Ólafur Jónsson stigahæstur með 23 stig og 5 fráköst, Quincy Hankins Cole kom næstur með 16 stig og 12 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson gerði 14 stig, tók 4 fráköst og átti 7 stoðsendingar, Marquis Sheldon Hall skoraði 13 stig, tók 6 fráköst og átti jafnmargar stoðsendingar, Sveinn Arnar Davíðsson 11 stig og 7 fráköst, Ólafur Torfason 7 stig og 7 fráköst og Hafþór Ingi Gunnarsson 5 stig. Hjá Stjörnunni var Keith Cothran stigahæstur með 34, Marvin Valdimarsson skoraði 28 og Fannar Freyr Helgason 13.

 

Næsti leikur Snæfells verður í Hólminum föstudagskvöldið 25. nóvember þegar Keflvíkingar koma í heimsókn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is