Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. nóvember. 2011 11:28

Skallagrímur vann Vesturlandsslaginn

Þeir sem urðu vitni að Vesturlandsslagnum í 1. deildinni í körfuboltanum sl. föstudagskvöld urðu ekki fyrir vonbrigðum. Leikur Skallagríms og ÍA var hnífjafn og skemmtilegur frá upphafi til enda. Það var á síðustu mínútum leiksins sem heimamönnum tókst að landa sigri og lokatölur urðu 82:76 fyrir Skallagrím. Borgnesingar eru sem fyrr í öðru sæti deildarinnar með 8 stig eftir sex leiki, Ísfirðingar eru á toppnum. ÍA er í 6. sæti með fjögur stig eftir jafnmarga leiki, eða 50% árangur, sem er ágætt hjá nýliðum í deildinni.  Oft var jafnt á tölum í leiknum og sem dæmi var jafn eftir fyrsta leikhluta 18:18. Skagamenn voru einu stigi yfir þegar gengið var til hálfleiks 42:41, en Skallagrímur hinsvegar einu stigi yfir eftir þriðja leikhluta 63:62. Það var síðan léleg vítanýting Skagamanna sem varð þeim að falli í síðasta leikhlutanum og heimamenn lönduðu sigrinum sem fyrr segir.

 

 

 

Hjá Skallagrími var Lloyd Harrisson langatkvæðamestur með 25 stig, Birgir Þ. Sverrisson skoraði 9, sem og Sigurður Þórarinsson, Hilmar Guðjónsson kom næstur með 8 stig, Elvar Már Ólafsson, Sigmar Egilsson og Dominique Holmes skoruðu sitt hvor 7 stigin, Óðinn Guðmundsson 6 og Davíð Ásgeirsson 4.

Hjá ÍA voru atkvæðamestir Sigurður Rúnar Sigurðsson með 19 stig og Terrence Watson með 16. Dagur Þórisson gerði 10, Hörður Nikulásson 8, Áskell Jónsson 7, Birkir Guðjónsson 6, Trausti Freyr Jónsson 6, Hallgrímur P. Stefánsson 3 og Ómar Örn Helgason 1.

 

ÍA fær næsta lið fyrir ofan sig á töflunni, Hamar, í heimsókn nk. föstudagskvöld. Á sama tíma sækja Skallagrímsmenn heim Ármenninga í Reykjavík.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is