Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. nóvember. 2011 11:32

Ráðstefna um háskóla, atvinnu og skipulag

Áhugaverð ráðstefna um háskóla, atvinnu og skipulag, stöðu og tækifæri verður haldin á Hvanneyri næstkomandi fimmtudag, 17. nóvember. Ráðstefnan er á vegum Menningarráðs Vesturlands, Háskólans á Bifröst og Landbúnaðarháskóla Íslands. Þar verða fjölmörg erindi sem ættu að vekja tilhlökkun þeirra sem hafa áhuga á möguleikum nærandi samfélags á Vesturlandi. 

Forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Jón Torfi Jónasson, mun halda erindi um háskóla framtíðarinnar, en fáir hér á landi hafa kynnt sér jafnvel þróun náms og kennslu og áhrif þess út í samfélagið. Mikil umræða hefur verið um tilveru, hlutverk og fjölda háskóla á Íslandi og eftir að fallið var frá hugmyndum um sameiningu Háskólans á Bifröst og HR var farið í mikla innri vinnu á Bifröst.

Jón Ólafsson aðstoðarrektor Háskólans á Bifröst mun fjalla um stefnumótun háskóla í ljósi sögu og nærumhverfis.

 

Landbúnaðarháskóli Íslands hefur aukið námsframboð sitt undanfarin ár og á þessu ári eru 10 ár frá stofnun umhverfisskipulagsbrautar við skólann, en námið sem hefur notið mikilla vinsælda, er grunnnám í landslagsarkitektúr og skipulagsfræði. Yfir eitthundrað BS verkefni hafa verið unnin við brautina og þar af um tuttugu sem tengjast Vesturlandi. Má þar nefna hönnunarverkefni um höfnina á Akranesi, Sjómannagarðinn í Ólafsvík, áningarstaði á Snæfellsnesi og reiðleiðir við Hreðavatn.  Auður Sveinsdóttir landslagsarkitekt og dósent við umhverfisskipulagsbraut LbhÍ mun gera betur grein fyrir þessu í erindi sínu; Felast tækifæri í nálægð við háskóla? 

 

Sjá nánar um ráðstefnuna í grein Helenar Guttormsdóttir hér á vefnum undir Aðsendar greinar.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Um sótthví

Grundarfjarðarbær

Sumarstörf 2020

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Frá bæjarstjóra, 16. mars 2020

Grundarfjarðarbær

Frá bæjarstjóra, 15. mars 2020

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is