Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. nóvember. 2011 11:48

Áhöfn flugvélar Landhelgisgæslunnar fann flóttafólk í báti

Í eftirlitsflugi Sifjar, flugvélar Landhelgisgæslunnar aðfararnótt sl. föstudags, fyrir Frontex - landamærastofnun Evrópusambandsins, greindist í eftirlitsbúnaði flugvélarinnar grunsamlegur bátur sem staðsettur var 16 sjómílur suðaustur af Otranto á Ítalíu. Á þaki bátsins sást uppblásinn slöngubátur og ofan þilja nokkrar persónur, þ.á.m. börn. Opinn hleri var á bátnum og sýndi hitamyndavél flugvélarinnar að talsverðan hita lagði út um opið. Vaknaði því grunur um að fjöldi fólks væri neðan þilja. Haft var samband við tengilið Landhelgisgæslunnar í stjórnstöð Frontex í Róm og var strax ákveðið að senda varðskip í veg fyrir bátinn.

 

 

 

 

Var ítalskt varðskip staðsett í um 10 sjómílna fjarlægð frá bátnum og hélt það samstundis á vettvang. Við rannsókn þeirra um borð kom í ljós að í bátnum voru 37 flóttamenn, 27 fullorðnir karlmenn og 10 drengir. Engar konur eða stúlkubörn. Einnig voru um borð tveir skipuleggjendur smyglsins (facilitators), Rússi og Úkraínumaður. Voru þeir handteknir og fluttir til hafnar á Ítalíu. Flóttafólkið var frá Pakistan, Afganistan, Bangladesh og Sri Lanka. Samkvæmt fulltrúa Landhelgisgæslunnar í stjórnstöð, var þeim bjargað um borð í varðskipið og fluttir til hafnar á Ítalíu þar sem þeir dvelja í flóttamannabúðum þar til ákvörðun verður tekin um framhaldið. Á stöðufundi stjórnstöðvarinnar var sérstaklega rætt um góða samvinnu og samskipti milli áhafnar flugvélarinnar, stjórnstöðvarinnar í Róm og ítalska varðskipsins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is