Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. nóvember. 2011 02:28

Viðrar loks til loðnuveiða

Loðnan er byrjuð að veiðast á ný, en hún heldur sig þó enn sem komið er í grænlensku lögsögunni. Eftir þrálátar brælur fyrir norðan landið allt frá því í byrjun mánaðarins, viðraði loks til loðnuveiða um síðustu helgi. Lundey NS fékk um 400 tonna afla aðfararnótt laugardagsins og Ingunn AK var þá með tæp 150 tonn. Afla Lundeyjar var landað á Vopnafirði á sunnudag og nóttina eftir fékk áhöfnin á Ingunni rúmlega 400 tonna afla og var þar með komið með 600 tonn í lestina. ,,Við erum í grænlensku lögsögunni, norður af Hornbjargi og fengum þennan afla í sex köstum. Það eru óttalegar ryklóðningar hér á veiðislóðinni en loðnan kemur upp á um 40 faðma dýpi eftir að skyggja tekur og þá er mögulegt að eiga við hana með nótinni. Á daginn fer hún svo niður fyrir 150 faðma dýpi og það er því lítið annað að gera en bíða eftir því að það dimmi að nýju," sagði Róbert Axelsson, sem er skipstjóri á Ingunni í veiðiferðinni.

Að sögn Róberts eru veðurhorfur á miðunum nú ágætar og hann vonast til þess að loðnan þétti sig næstu daga, að því er fram kemur á heimasíðu HB Granda. ,,Það var fínasta veður í nótt, tunglbjart, og það gæti skýrt það að loðnan grynnkaði ekki meira á sér en raun bar vitni,“ segir Róbert á Ingunni, sem hefur verið á loðnuveiðum frá 4. nóvember, en frá þeim tíma hafa verið endalausar brælur og ísrek á miðunum en nú hefur ísinn hopað á Grænlandssundi. Þess er beðið að loðnan gangi á Kolbeinseyjarhrygginn inn í íslensku lögsöguna eins og hún gerir jafnan á þessum tíma. Loðnan sem veiðist nú er í góðu ásigkomulagi og var hluti aflans sem kom til Vopnafjarðar um helgina frystur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is