Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. nóvember. 2011 11:01

Fjölmennur íbúafundur um innbrotavarnir í Hvalfjarðarsveit

Haldinn var fjölmennur fundur í félagsheimilinu Hlöðum í Hvalfjarðarsveit sl. miðvikudag um stöðu löggæslumála í sveitarfélaginu, svo sem möguleika á að sporna við fjölgun innbrota í sumarbústaði og íbúðarhús í sveitarfélaginu og auka öryggi fólks á svæðinu. Það var íbúi í Hvalfjarðarsveit sem hafði frumkvæðið og boðaði til fundarins.  Fundinn sóttu íbúar Hvalfjarðarsveitar og einnig voru margir sumarbústaðaeigendur mættir.  Að sögn Theodórs Þórðarsonar yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Borgarfirði og Dölum kom fram á fundinum að mikil aukning hefur orðið í innbrotum í sumarbústaði í héraðinu á síðustu árum. Eru margir íbúar og sumarbústaðaeigendur annað hvort búnir eða eru að setja upp læst hlið, koma fyrir myndavélum og öryggiskerfum til varnar innbrotsþjófum.

Fram kom hjá lögreglumönnum frá Akranesi og lögreglunni í Borgarfirði og Dölum, sem héldu erindi á fundinum, að tekist hafi að upplýsa allar stærstu innbrotahrinur síðustu ára og nýbúið sé að koma tveimur mönnum í fangelsi til afplánunar vegna innbrota þeirra í sumarbústaði í héraðinu í haust. Hafi öryggiskerfi og myndavélar meðal annars orðið til að upplýsa innbrot í sumarbústaði. Þá lagði lögreglan áherslu á að íbúar og sumarhúsaeigendur efldu nágrannavörslu því það hefði sýnt sig að hún væri ein besta vörnin gegn óboðnum gestum.

 

Fulltrúar tryggingafélagsins VÍS fluttu erindi á fundinum um bætur tryggingarfélaga vegna innbrota og þjófnaða og fóru yfir forvarnaþátt húseigenda. Starfsmenn frá Öryggismiðstöðinni kynntu sinn öryggis- og eftirlitsbúnað og fræddu fundargesti um nýjungar í þeim efnum. Að sögn Theodórs var einhugur í fundargestum um að koma böndum á þessa þróun. Ýmsar góðar hugmyndir voru ræddar og var ljóst á máli fundargesta að þessi mál yrðu tekin föstum tökum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is