Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. nóvember. 2011 10:27

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Vesturlandi

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Vesturlandi var haldin á Snæfellsnesi síðastliðinn miðvikudag, en þetta var jafnframt í fyrsta skipti í mörg ár sem hún er haldin í landshlutanum. Að sögn Rósu Bjarkar Halldórsdóttur framkvæmdastjóra Markaðsstofu Vesturlands tókst hátíðin mjög vel og var þátttaka góð. Það var Markaðsstofan og Ferðamálasamtök Vesturlands sem stóðu að uppskeruhátíðinni.

“Við vonumst til að þetta verði fastur liður í ferðaþjónustunni á Vesturlandi og fer vonandi vaxandi með hverju ári. Það er nauðsynlegt fyrir ferðaþjónustufólk að hittast á öðrum vettvangi en á ráðstefnum og fundum og kynnast betur því sem hinir eru að gera,” sagði Rósa Björk í samtali við Skessuhorn.

Að þessu sinni varð Snæfellsnesið valið sem gestgjafi hátíðarinnar en hugmyndin er að hafa nýtt staðarval á Vesturlandi á hverju ári. Farið var um Snæfellsbæ, Þjóðgarðinn Snæfellsjökul skoðaður og Vatnshellirinn. Að lokum var kvöldverður snæddur á Hótel Hellissandi.

“Þess má að lokum geta að Markaðsstofa Vesturlands leggur nú lokahönd á stefnumótun í ferðaþjónustu innan landshlutans en þar er meðal annars lögð áhersla á að lengja ferðamannatímabilið og til þess að það sé mögulegt þarf ferðaþjónustufólk að lengja opnunartímann. Afþreying, líkt og þessar hellaferðir í Vatnshelli sem eru algjörlega óháðar veðri og vindum, þarf að vera aðgengileg. Á Vesturlandi leynast ótal tækifæri í ferðaþjónustu og þau þurfum við að nýta,” sagði Rósa Björk Halldórsdóttir að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is