Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. nóvember. 2011 11:57

Vilja að unnið verði gróðurskipulag fyrir aðkomu að Borgarnesi

Umhverfis- og skipulagsnefnd Borgarbyggðar tók fyrir opið bréf Jóhannesar B. Jónssonar, landnýtingarfræðings og garðyrkjumanns, til ráðamanna Borgarbyggðar og rekstraraðila þjónustufyrirtækja við Brúartorg í Borgarnesi fyrr í þessari viku. Bréfið birtist í Skessuhorni þann 14. september síðastliðinn. Þar gagnrýnir Jóhannes skipulag við Brúartorg og segir þar vanta bæði gróður og skjól.

“Í Borgarnesi getur stundum gustað og þá er þessi miðkjarni bæjarins “hýbýli vindanna” og fátt heftir för. Á rúmlega 70 þúsund fermetra, samfelldu svæði sem samanstendur af lóðum umhverfis verslunarhús á brúarsporðinum, lóðum bensínstöðva, lóð Hyrnutorgs og óbyggðri lóð handan Borgarbrautar auk húsaþyrpingar þar sunnan við, er varla til ein hrísla ef undan eru skilin nokkur tré og nokkrir runnar á og við lóð bankabyggingar sem er undantekningin sem sannar regluna," segir meðal annars í grein Jóhannesar.

Enn fremur segir að umhverfið sé út af fyrir sig snyrtilegt en jafnframt berangurslegt og kuldalegt.

Í bókun nefndarinnar segir að Umhverfis- og skipulagsnefnd taki undir með bréfritara um nauðsyn þess að fegra aðkomu að Borgarnesi og telji æskilegt að unnið verði gróðurskipulag fyrir aðkomu að Borgarnesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is