Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. nóvember. 2011 07:01

Tvennt ólíkt að selja fasteign og pylsu

Vandamál landsbyggðarinnar hefur löngum verið tíðir fólkflutningar úr sveit í þéttbýli, frá landsbyggðinni í höfuðborgina. Að undanförnu hefur þó borið á því í fjölmiðlum að dæmið sé að einhverju leyti að snúast við. Sverrir Kristjánsson fasteignasali og áhuga-myndlistarmaður er lýsandi dæmi um þessa þróun en í kjölfar efnahagshrunsins varð einnig hrun í fasteignasölunni fyrir sunnan. Fjölskyldan, sem hafði átt sumarhús í Stykkishólmi í rúm sjö ár, ákvað því að flytja alfarið í sumarhúsið og leigja út húsið í höfuðborginni. Sverrir, sem gat þó ekki setið auðum höndum í Hólminum, hefur nú opnað nýja fasteignasölu í Stykkishólmi ásamt því að undirbúa opnun Gallerísins Stykk í bílskúrnum við Ægisgötuna. Hann segist alla tíð hafa dundað sér við myndlist en á síðustu tveimur árum hefur hann haldið fjórar málverkasýningar í Reykjavík. Nú hefur hann innréttað bílskúrinn undir listina og verður galleríið opnað í næsta mánuði.

 

Sverrir Kristjánsson fasteignasali og listamaður er í spjalli í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is