Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. nóvember. 2011 03:01

Stéttarfélag Vesturlands styrkir leikskóla á starfssvæðinu

Á fimmtugasta fundi stjórnar Stéttarfélag Vesturlands sem haldinn var í gær var samþykkt að veita styrki til allra leikskóla á félagssvæðinu. Styrkirnir nemi 60.000 krónum til hvers skóla og skal nota til kaupa á kennslugögnum eða með öðrum hætti til að örva málþroska nemenda og efla lestraráhuga þeirra. Leikskólarnir sem um ræðir eru átta; Auðarskóli í Dölum, Hraunborg, Hnoðraból, Andabær, Ugluklettur og Klettaborg í Borgarbyggð, Laugargerði í Eyja- og Miklaholtshreppi og Skýjaborg í Hvalfjarðarsveit. Á þessum átta leikskólum eru 319 börn og 91 starfsmaður.

 

 

 

 

„Stéttarfélag Vesturlands hefur á undanförnum árum lagt ýmsum góðum málefnum lið á félagssvæði sínu. Að þessu sinni var ákveðið að styðja við yngstu kynslóðina. Leikskólar eins og aðrar stofnanir sveitarfélaganna á félagsvæðinu hafa fundið fyrir niðurskurði. Þó að upphæð styrkjanna sem félagið leggur hverjum leikskóla til sé ekki há, þá er það von okkar að hún geti nýst vel. Við viljum líka sýna í verki áhuga okkar á því að efla menntun þjóðarinnar og mikilvægi þess að geta lesið sér til gagns,“ segir Signý Jóhannesdóttir formaður Stéttarfélags Vesturlands.

Fræðslusjóðir stéttarfélaganna sem urðu flestir til með kjarasamningum fyrir rúmum tíu árum hafa stutt starfandi félagsmenn til náms. Signýr segir að margri þeirra hafi einmitt þurft að byrja á því að takast á við lestrarörðugleika, þegar lagt hefur verið af stað til náms á nýjan leik. „Nýlegar rannsóknir sýna að um fjórðungur ungra drengja í síðustu bekkjum grunnskóla geta ekki lesið sér til gagns. Þetta eru ekki góðar niðurstöður. Stjórn Stéttarfélags Vesturlands vill hvetja til þess að þessu verði breytt og telur að því fyrr sem áhugi barna á bóklestri er vakinn, því meiri líkur séu á því að þau nái góðum tökum bæði á málnotkun og málskilningi. Við viljum líka hvetja foreldra og ekki síst afa og ömmur til að segja börnum sögur og lesa fyrir þau. Það að efla læsi og lestraráhuga er verkefnið alls samfélagsins og við viljum leggja okkar að mörkum,“ segir Signý.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is