Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. nóvember. 2011 02:43

Arabískt kvöld í Landnámssetrinu í kvöld

Í kvöld klukkan 19:00 munu borðin í Landnámssetrinu í Borgarnesi svigna undan arabískum kræsingum. Gestakokkarnir Lína Mazar og Abeer Mahmood sem búsettar eru á Akranesi töfra fram spennandi rétti frá Írak og Palestínu. Ilmur af möndlum, kanil, kardimommum og margvíslegum spennandi kryddum fylla salinn ásamt ljúfum, arabískum tónum. Sigríður Víðis Jónsdóttir, höfundur bókarinnar Ríkisfang: Ekkert, les upp úr bókinni, segir frá hugmyndinni að baki henni og sýnir ljósmyndir sem hún tók í Írak og Palestínu. Bókin hefur vakið mikla athygli og fengið einróma lof gagnrýnenda en hún fjallar um Línu, Abeer og hinar flóttakonurnar sem fengu hæli á Akranesi haustið 2008. Hvernig er hægt að vera ríkisfangslaus? Hvernig er að ala upp börn í stríði? Hvernig er að enda í tjaldi? Hvernig er að skola á land á Íslandi? Er meðal spurninga sem svarað er.  

Bókin verður til sölu á staðnum á sérstöku tilboðsverði. Þeir sem ekki vilja kaupa sér matinn geta mætt um kl. 20:30 á bókakynninguna í Landnámssetrinu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is