Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. nóvember. 2011 01:17

Fjárhagsáætlun til fyrri umræðu með 46 milljóna króna halla

Á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar í gær var fjárhagsáætlun lögð fram til fyrri umræðu. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir 45,8 milljóna króna halla á rekstri sveitarsjóðs árið 2012. Í bókun meirihluta sjálfstæðismanna og vinstri grænna kemur fram að eftir sé að vinna ákveðna þætti á milli umræðna en hafi engu að síður verið ákveðið að fylgja áætluninni þannig úr hlaði.  „Það er markmið meirihlutans að viðhafa ábyrga fjármálastjórn eins og verið hefur, ekki er ástæða til dramatískra upphrópanna á þessu stigi. Kjörinna fulltrúa og starfsmanna bíður nú það verkefni á milli umræðna að skila áætlun án rekstrarhalla. Grunnþjónusta í Borgarbyggð er góð, þjónustustigið hátt og markmið meirihlutans að svo verði áfram.“  Í samtali við Pál S Brynjarsson sveitarstjóra í dag kom fram að 30 af þeim 46 milljónum í taprekstur skv. þessari áætlun megi rekja til tveggja þátta. Annars vegar bókfærðar verðbætur vegna láns sem sveitarfélagið tók vegna byggingar hjúkrunarheimilis DAB. Hins vegar gerir áætlun ráð fyrir lægri leigutekjum af húsnæði menntaskólahússins en verið hefur.

 

 

 

 

Á fundinum var samþykkt samhljóða að vísa tillögu að fjárhagsáætlun í heild til síðari umræðu og var sveitarstjóra falið í samráði við byggðarráð að vinna tillögu að því hvernig eyða megi þeim halla sem er á fjárhagsáætlun. Þá var samþykkt samhljóða að útsvarsprósenta næsta árs verði 14,48%.

Fulltrúar minnihlutans í sveitarstjórn lögðu fram bókun þar sem segir m.a: „Í sjóðsstreymi kemur fram að taka þarf nýtt langtímalán upp á kr. 130 milljónir til að koma í veg fyrir fyrirséða fjárþörf á árinu. Við blasir áframhaldandi skuldasöfnun og þar með hækkun vaxta og verðbóta sem sveitarfélagið þarf að greiða, en samkvæmt áætlun eru það 275 milljónir á næsta ári. Sú upphæð samsvarar um það bil árs tekjum sveitarfélagsins af fasteignasköttum. Við teljum óásættanlegt að lögð sé fram fjárhagsáætlun með jafn miklum hallarekstri og raun ber vitni um,“ segja fulltrúar minnihlutans sem framsóknar- og samfylkingarfólk skipar. Þau segja einu viðleitnina í áætluninni til að minnka hallann vera þjónustuskerðing og hækkun gjalda. „Enn hefur meirihlutinn engar hugmyndir kynnt um aðgerðir til lausnar á skuldavanda sveitarfélagsins. Við ítrekum fyrri tillögur minnihlutans sem lagðar hafa verið fram reglulega á árinu sem er að líða, til dæmis um sölu eigna þar sem andvirðið yrði notað til að lækka skuldir. Má þar nefna jarðir og aðrar fasteignir í eigu sveitarfélagsins sem og eignarhluta í sameignarfyrirtækjum. Einnig leggjum við til að farið verði fram á endurmat á jörðum og hlunnindum sem gæti styrkt tekjustofna sveitarfélagsins til framtíðar. Margar fleiri hugmyndir höfum við reifað án þess að ná að vekja áhuga meirihlutans,“ segir í bókun fulltrúa minnihlutans sem bæta við: „Það að ekki skuli vera til fjármagn til að lýsa upp skammdegið með jólaljósum, gera við lek þök, tryggja umferðaröryggi skólabarna, viðhalda götum og gangstéttum, reka starfsstöðvar grunnskólanna með sóma og koma þar upp fullnægjandi eldvörnum, segir sína sögu um fjármálastjórn og forystu meirihluta VG og Sjálfstæðismanna í Borgarbyggð. Viðhaldsfé fyrir fasteignir sveitarfélagsins er í algjöru lágmarki sem þýðir að viðhaldskostnaður verður mun meiri þegar loks kemur að því að sinna um þessar sameiginlegu eignir íbúa sveitarfélagsins. Miðað við þessa tillögu meirihlutans að fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 er vandséð að meirihlutinn sé þeim vanda vaxinn að takast á við skuldavanda sveitarfélagsins eða er þess að vænta að honum vaxi kjarkur til að takast á við verkefnið“.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is