Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. nóvember. 2011 10:23

Vill að atvinnuveganefnd fjalli um stöðu íslenska geitastofnsins

Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir því við formann atvinnuveganefndar Alþingis, að fulltrúar sjávarútvegsráðuneytisins, LbhÍ, Bændasamtakanna og forsvarsmenn Geitfjárræktarfélags Íslands verði boðaðir á fund til að ræða um stöðu geitfjárræktar á Íslandi. Vísar þingmaðurinn m.a. í bréf frá auðlindadeild og erfðasetri LbhÍ sem sjávarútvegsráðuneytinu barst í júlí síðastliðinn. Þar er gerð grein fyrir erfiðri fjárhagsstöðu íslenskra geitfjárbænda og sérstaklega vakin athygli á búinu á Háafelli í Hvítársíðu og mikilvægi þess fyrir framtíð stofnsins.

 

 

 

 

Sigurður Ingi tekur undir að íslenska geitin hafi bæði þjóðmenningarlegt og erfðafræðilegt gildi og að mikilvægt sé að varðveita fjölbreytileikann í erfðaefni hennar. Eins og fram kemur í bréfinu hefur stuðningur við geitfjárbændur síðastliðin ár verið með þeim hætti að geitur eru ræktaðar í mörgum litlum hópum. Afurðirnar hafa lítið verið nýttar og þá einna helst til heimabrúks. „Það þarf að finna leiðir til að byggja undir rekstrargrundvöll stærri búa á landinu“, segir Sigurður Ingi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is