Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. nóvember. 2011 10:48

Laufey hlaut styrk frá Öldrunarráði

Nýverið veitti Öldrunarráð Íslands styrki vegna málefna aldraðra. Meðal styrkþega var Laufey Jónsdóttir, verkefnastjóri í félagslegri heimaþjónustu hjá Akraneskaupstað. Rætt var við Laufeyju í Skessuhorni vikunnar. Þar kom m.a. fram að hún störf hjá Akraneskaupstað um miðjan ágúst síðastliðinn sem verkefnastjóri félagslegrar heimaþjónustu. Samhliða störfum sínum hefur Laufey stundað meistaranám í fjarnámi í Opinberri stjórnsýslu og diplomanám í öldrunarþjónustu við Háskóla Íslands. Í frétt á vef Akraneskaupstaðar um styrkinn segir að hluti af námi Laufeyjar sé að framkvæma rannsókn á hjúkrunarheimilum. Markmið þeirrar rannsóknar er í fyrsta lagi að varpa ljósi á þá strauma og stefnur sem hjúkrunarheimilin starfa eftir. Í öðru lagi að kortleggja þekkingu starfsmanna hjúkrunarheimila á þeim aðferðum sem leiða til aukins einkalífs íbúa, aukinnar virðingar og vellíðunar og í þriðja lagi að kanna þörf starfsmanna fyrir fræðslu um þá þætti er leiða til aukins sjálfræðis og einkalífs íbúa á hjúkrunarheimilunum.

 

 

 

Meðfylgjandi mynd vr tekin þegar Öldrunarráð Íslands veitti þremur aðilum styrki til rannsókna í málefnum aldraðra. Til gaman má geta þess að á myndinni eru þrír Skagamenn, talið frá vinstri er Ársæll Arnarsson prófessor á Akureyri sem uppalinn vará Akranesi, Laufey Jónsdóttir, Sigurveig Sigurðardóttir lektor við HÍ og Pétur Magnússon, framkvæmdastjóri Hrafnistu og formaður Öldrunarráðs, en hann var alinn upp á Akranesi. Ljósm. www.akranes.is 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is