18. nóvember. 2011 11:25
Líkt og venja er kemur Aðventublað Skessuhorns út í vikunni fyrir fyrsta sunnudag í aðventu, þ.e. í næstu viku. Blaðið verður prentað í 10 þúsund eintökum og m.a. sent inn á öll heimili og fyrirtæki á Vesturlandi með Íslandspósti fimmtudaginn 24. nóvember. Þar sem blaðið er stærra og efnismeira en gerist og gengur á Skessuhorni er skilafrestur efnis og auglýsinga fyrr en vanalega. Auglýsendur sem vilja nýta sér blaðið er bent á að panta pláss í síðasta lagi í dag, föstudag á netfangið palina@skessuhorn.is eða hringja í síma 433-5500. Annað efni til birtingar sendist ritstjórn í síðasta lagi sunnudaginn 20. nóvember á skessuhorn@skessuhorn.is