Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. nóvember. 2011 12:01

Skagamenn lágu fyrir Hamri

Slæm byrjun gegn Hvergerðingum í körfunni á Jaðarsbökkum sl. föstudagskvöld varð Skagamönnum að falli í leiknum. Heimamenn náðu sér þó á strik er á leikinn leið og í lokin munaði átta stigum á liðunum, 91:99. Þetta var þriðji leikurinn í röð sem ÍA leikur á móti liðum í efstu sætum deildarinnar og tapar. Skagamenn eru í 7. sæti deildarinnar með 4 stig eftir fimm leiki og mæta næstkomandi föstudagskvöld FSu á Selfossi, sem er í sæti fyrir neðan með 2 stig.  Það var eins og Skagamenn mættu ekki til leiks á réttum tíma og eftir sjö mínútna leik voru Hamarsmenn komnir með 15 stiga forskot. Staðan í hálfleik var 38:53 fyrir gestina. ÍA menn komu hinsvegar grimmir til síðari hálfleiks og unnu báða leikhlutana. Það dugði þó ekki til og uppskeran var átta stiga tap eins og áður segir.

 

 

 

 

Atkvæðamestur hjá ÍA var Terrence Watson með 26 stig, Dagur Þórisson kom næstur með 18, Sigurður Rúnar Sigurðsson 16, Birkir Guðjónsson 12, Hörður K. Nikulásson 11, Áskell Jónsson 6 og Trausti F. Jónsson 2. Fyrrverandi leikmaður ÍA og Skallagríms, Halldór Gunnar Jónsson, átti stórleik í liði Hamars og var með mesta framlag gestanna í leiknum. Hann skoraði 18 stig en stigahæstur var Brandon Cotton með 33 stig.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is