Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. nóvember. 2011 12:30

Snæfell beið nauman ósigur gegn Tindastóli í Lengjubikarnum

Snæfell fór í heimsókn norður á Sauðárkrók síðastliðið sunnudagskvöld þar sem liðið mætti Tindastóli í Lengjubikar karla. Leikurinn var jafn og skemmtilegur og yfirleitt ekki nema tvö til þrjú stig sem skildu liðin af allan tímann. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 17-15 Tindastóli í vil og eftir góðan sprett í lok fyrri hálfleiks leiddu þeir með fimm stigum, 40-35, í byrjun seinni hálfleiks. Snæfellingar jöfnuðu í stöðunni 40-40 og staðan var einnig jöfn í lok þriðja leikhluta 59-59. Leikurinn hélt áfram að vera jafn en heimamenn þó yfirleitt skrefinu á undan. Snæfellingar komust síðan yfir í stöðunni 78-79 og rétt tæplega tvær mínútur til leiksloka. Heimamenn létu það þó ekki á sig fá, náðu forystunni aftur og héldu henni til loka. Einungis tvö stig skildu liðin af þegar bjallan gall í lokin og lokatölur 86-84.

 

 

  

Atkvæðamestur í liði Snæfells var Jón Ólafur Jónsson, eða Nonni Mæju, með 26 stig. Næstur kom Quincy Hankins-Cole með 20 stig, Marquis Sheldon Hall setti 19 stig, Sveinn Arnar Davíðsson níu, Egill Egilsson átta og Pálmi Freyr Sigurgeirsson tvö. Aðrir komust ekki á blað.

 

Þetta var fyrsti sigur Tindastóls í C-riðli Lengjubikarsins en Snæfellingar sitja enn á toppi riðilsins. Næsti leikur í bikarnum verður sunnudaginn 27. nóvember þegar Snæfell fær Stjörnuna í heimsókn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is