Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. nóvember. 2011 03:11

Bjóða upp á ókeypis myndatöku fyrir skjólstæðinga Mæðrastyrksnefndar

Áhugaljósmyndafélagið Vitinn á Akranesi hefur ákveðið að gefa skjólstæðingum Mæðrastyrksnefndar Vesturlands ókeypis barna- og fjölskyldumyndatöku fyrir jólin. „Það var Elínborg Guðmundsdóttir félagsmaður í Vitanum sem fékk þessa hugmynd og við tókum öll vel í hana,“ sagði Hilmar Sigvaldason formaður Vitans í samtali við Skessuhorn. „Við munum því vera í húsnæði Mæðrastyrksnefndar að Skólabraut 14 á Akranesi, þar sem Kaffi Mörk var áður til húsa, dagana 5. og 6. desember næstkomandi milli kl. 10 og 17 og erum tilbúin að bæta við dögum verði þörf á því. Þetta hefur aldrei verið gert áður og rennum við því mjög blint í sjóinn. Ef vel tekst til verða þessar myndatökur jafnvel árlega.“

 

 

 

 

Aníta Björk Gunnarsdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar á Vesturlandi segir þessa nýjung mjög vel þegna. „Þetta er alveg frábært framtak og vonandi taka skjólstæðingar okkar vel í þessa stórkostlegu gjöf. Í fyrra leituðu 160 fjölskyldur til okkar fyrir jólin og því ljóst að margir eiga erfitt að ná endum saman á þessum árstíma,“ sagði Aníta Björk. Þeir sem vilja nýta sér þetta framlag Vitans geta pantað tíma í myndatöku í síma 859-3200.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is