Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. nóvember. 2011 09:16

Breskir rúningsmeistarar á ferð

Ljósmyndari Skessuhorns brá sér af bæ á dögunum til að fylgjast með margföldum meisturum í kindarúningi. Það er býsna magnað að fylgjast með þeim félögum Chris Hird og Ashley Story rýja kindurnar á bænum Eiði við Grundarfjörð. Slíkur var hamagangurinn að áhorfandinn mátti hafa sig allan við að fylgjast með og nær ógerningur var að telja kindurnar sem fuku í gegnum hendurnar á þessum meisturum rúningsins.  Chris Hird kemur frá Englandi og er einn fljótasti rúningsmaður Breta. Hann er rétt rúmlega mínútu að rýja eina kind. Ashley Story félagi hans gefur honum ekkert eftir og svitinn bogaði af þeim félögum í köldum fjárhúsunum. Þetta er fimmta árið í röð sem að Chris kemur til Íslands til þess eins að rýja kindur og reiknar hann með að þeir félagarnir rýi tíu til fimmtán þúsund kindur á meðan þeir dvelja hér á landi.

Þeir verða að mestu leyti hér á Vesturlandi og á Vestfjörðum. Þeir komu til landsins 8. nóvember síðastliðinn og reikna með að fara 10. - 15. desember.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is