Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. nóvember. 2011 11:47

Nemendur frá Stykkishólmi hrósuðu sigri í Raunveruleiknum

Nemendur úr Grunnskólanum í Stykkishólmi og Hlíðaskóla í Reykjavík báru sigur úr býtum í hinum árlega Raunveruleik Landsbankans fyrir skólaárið 2011 – 2012. Tíundi bekkur Grunnskólans í Stykkishólmi náði bestum árangri í bekkjakeppninni en í keppni einstaklinga hafði Hrefna Ásgeirsdóttir í Hlíðaskóla sigur. Alls tóku um 1.000 nemendur úr meira en 50 grunnskólum um land allt þátt í Raunveruleiknum og var hann nú spilaður níunda árið í röð. Raunveruleikurinn er gagnvirkur hermileikur og hannaður sem fjármála- og neytendafræðsla fyrir efstu bekki grunnskóla. Í Raunveruleiknum fá nemendur að kynnast þeim ákvörðunum sem einstaklingar þurfa að taka í lífinu; þeir stunda nám, leita sér að vinnu, þurfa að ná endum saman af þeim launum sem bjóðast á almennum vinnumarkaði og bregðast við því sem á daga þeirra drífur.

Í Raunveruleiknum eru mældar ýmsar hagstærðir í samfélaginu líkt og um alvöru væri að ræða, t.d. verðbólga, atvinnuleysi og sparnaður. Í upphafi leiks byrjar leikmaður sem 20 ára ungmenni á leið út í lífið eftir framhaldsskóla. Hann fær ákveðna byrjunarupphæð á bankareikning en líf hans er að öðru leyti óskrifað blað. Eftir að hafa mótað persónu sína, útlit, nafn og einkenni þarf að skapa umhverfi þessarar persónu og ákveða í hvað hún ver því fé sem henni er úthlutað, t.d. hvaða mat hún borðar og velja þarf á milli vinnu eða háskólanáms.

Höfundur leiksins er Ómar Örn Magnússon en að baki Raunveruleiknum liggur margra ára rannsókna,- hönnunar- og forritunarvinna sem unnin hefur verið af höfundi og vefdeild Landsbankans. Raunveruleiknum er ætlað að svara þörf fyrir nútímalegt og vandað námsefni fyrir unglinga í lífsleikni með áherslu á fjármála- og neytendafræðslu. Raunveruleikurinn hefur hlotið verðlaun Norrænu ráðherranefndarinnar sem besta námsefnið á þessu sviði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is