Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. nóvember. 2011 06:44

Sváfu af sér norðurljósin - en nágrannavarslan virkar

Í kjölfar fjölmenns íbúafundar á Hlöðum í Hvalfjarðarsveit á dögunum þar sem rætt var um innbrotavarnir og nágrannavörslu hefur tilkynningum til lögreglunnar fjölgað, en töluvert er um grunsamlegar mannaferðir í Hvalfjarðarsveit. Theodór Þórðarson yfirlögregluþjónn segir ljóst að fólk sé á meira verðbergi en áður fyrir umferð í sínu nærumhverfi, sérstaklega að kvöld- og næturlagi. Þannig bárust allnokkrar tilkynningar um grunsamlegar mannaferðir í Svínadal og Leirársveit núna eftir helgina, aðfararnótt mánudags og þriðjudag. Við athugun lögreglu kom í ljós að þarna voru á ferð tveir ungir Frakkar í leit að Norðurljósunum.  Ætluðu þeir að tjalda en ákváðu að sofa frekar í bílnum þegar þeim var bent á að það gæti orðið ansi kalt og vindasamt á þessum slóðum á þessum árstíma. Snemma morguns voru þeir síðan vaktir af vegfaranda, sveitamanni á leið til vinnu, og aftur urðu þeir að gera grein fyrir sér og sínum ferðum. Sögðust þeir hafa sofið af sér Norðurljósin og vera á leið til Reykjavíkur og þaðan til Parísar. Trúlega voru þeir búnir að fá nóg af forvitni íslenskra eftirlitsaðila.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is