Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. nóvember. 2011 09:01

Dalabyggð eykur hlutafé í Fóðuriðjunni

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti nýlega að leggja fram fjórar milljónir í tíu milljóna króna hlutafjáraukningu í Fóðuriðjunni í Ólafsdal, til samræmis við eignarhlut sinn í félaginu. Meirihlutaeign er í höndum feðganna Sæmundar Kristjánssonar og Kristjáns Sæmundssonar, en fóðurverksmiðjan var starfrækt í Stórholti í Saurbæ um árabil. Fóður hefur ekki verið framleitt um langt skeið í Fóðuriðjunni, frekar en nokkrum öðrum sambærilegum fóðurkögglaverksmiðjum í landinu, eftir að sú framleiðsla taldist ekki lengur hagkvæm. Fóðuriðjan sem slík var úrelt á sínum tíma, í gegnum sjóði landbúnaðarins, svo sem Framleiðnisjóð. Eftir stóð félagið með talsvert af skuldum í formi erlendra lána sem torsótt hefur reynst um tíðina að greiða af, enda takmarkaðar tekjur af húsum og landi, einungis leigutekjur tíma og tíma.

Það var síðan við hrunið margumrætt sem félagið á bak við Fóðuriðjuna komst í verulegan greiðsluvanda, vegna mikilla gengishækkana lána. Sveinn Pálsson sveitarstjóri sagði að gjaldþrot félagsins hafi verið yfirvofandi ef ekki yrði brugðist við.

“Mat sveitarstjórnar var að tryggja bæri hagsmuni sveitarfélagsins með því að taka þátt í hlutafjáraukningunni, en málið er ekki óumdeilt og við ræddum okkur niður á sameiginlega niðurstöðu. Þarna er um að ræða mikið og gott ræktað land, vel á annað hundrað hektara, sem fólki þótti rétt að tryggja eignarhald á. Síðan verður væntanlega að ákveða einhver skref í framhaldinu, því ekki er sjálfgefið að sveitarfélagið verði með þennan eignarhlut til langframa,” segir Sveinn Pálsson sveitarstjóri.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is