Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. nóvember. 2011 08:01

Hannar og smíðar fluguhnýtingaborð

„Þegar ég var að vinna í Axelsbúð á árunum 2000 til 2004 þá var ég oft að selja efni og útbúnað til fluguhnýtinga. Ég er nú ekki fluguhnýtingamaður sjálfur en ég fór að pæla í því hvernig þetta væri notað. Hvernig snerlunni og þessu öllu væri fyrirkomið og fékk þau svör að menn festu þetta bara á eldhús- eða borðstofuborðið. Ég fór þá að hugsa um hvort ekki væri hægt að útbúa eitthvað sem héldi utan um tækin og efnið svo þetta væri ekki út um allt. Ég lagði hausinn í bleyti og smíðaði þetta borð þar sem hægt var að hafa allt við hendina og setja þetta svo bara í heilu lagi inn í skáp,“ segir Elías Jóhannesson smiður á Akranesi sem hannað hefur sérstakt borð fyrir fluguhnýtingamenn.

„Svo þróaði ég þetta áfram og niðurstaðan var skjalataska með öllu í sem hægt er að taka með sér í veiðitúrinn ef því er að skipta. Menn fara bara með þetta í veiðitúrana eins og þeir gerðu við viskíið og koníakið áður fyrr. Nú er það allt orðið til staðar í veiðihúsunum þannig þeir taka bara fluguhnýtingabúnaðinn með í staðinn.“

 

Sjá nánar um þessa upplögðu jólagjöf fyrir veiðimenn í Skessuhorni sem kom út í dag.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is