22. nóvember. 2011 07:42
Bíl var ekið á þrjú hross á brúnni yfir Hólmkelsá, milli Ólafsvíkur og Rifs, á sjöunda tímanum í kvöld. Ökumaður var einn í bílnum og slapp hann ómeiddur en skelkaður sem von er. Bíllinn er hins vegar ónýtur. Eitt hrossið drapst á staðnum en aflífa þurfti hin tvö. Veður var þokkalegt þegar áhappið átti sér stað en dimmt og dumbungur.