Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. nóvember. 2011 01:17

Sementsframleiðslu hætt á Akranesi nema markaðsaðstæður breytist

„Vegna gríðarlegs samdráttar í sölu sements síðustu ár og mikillar óvissu um stöðu byggingariðnaðarins næstu misseri hefur Sementsverksmiðjan á Akranesi ákveðið að hætta sementsframleiðslu ef aðstæður breytast ekki verulega á næstu tveimur árum.“ Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu í morgun. Jafnframt kemur fram að starfsmönnum muni nú fækka um tíu, en þeir hafa síðustu misserin verið innan við 30 og fer því fjöldinn undir 20 þegar uppsagnir taka gildi. Þá segir í fréttatilkynningu að í stað sementsframleiðslu í verksmiðjunni muni verksmiðjan hefja innflutning frá norska framleiðandanum Norcem AS sem er einn eigenda Sementsverksmiðjunnar. Til stendur að flytja sement til hafna á Akranesi og Akureyri.

Þá segir að stjórnendur Sementsverksmiðjunnar hafi, allt frá efnahagshruninu haustið 2008, gripið til margvíslegra aðgerða og skipulagsbreytinga með það að markmiði að viðhalda sementsframleiðslu í landinu. Þær aðgerðir hafa ekki dugað til og engar vísbendingar eru um verulegan viðsnúning á næstunni.

 

„Ef aðstæður breytast og eftirspurn eftir sementi eykst verulega á næstu misserum munu stjórnendur Sementsverksmiðjunnar endurskoða þessa ákvörðun. Fyrirsjáanlegt er að sementssalan verði um 30 þúsund tonn í ár og verður árið það söluminnsta frá upphafi starfseminnar fyrir 53 árum. Síðustu áratugi hefur verksmiðjan að jafnaði framleitt um 100 þúsund tonn af sementi árlega. Fyrirhugaðar breytingar leiða óhjákvæmilega til fækkunar starfsfólks þar sem framleiðsludeild verksmiðjunnar verður lögð niður ásamt stoðdeildum. Nemur fækkunin nú níu manns.“

 

Á þessu ári framleiddi verksmiðjan sement í rúma þrjá mánuði og er allt lagerrými hennar á Akranesi nú fullt, en nýverið var slökkt á ofnunum. Það hráefni sem verksmiðjan á nú þegar verður notað til sementsframleiðslu snemma á næsta ári og að óbreyttu lýkur þá sementsframleiðslu á Akranesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is