Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. nóvember. 2011 03:01

Gamla sláturhúsið er orðið að flottu veitinga- og gistihúsi

Hjónin Hulda Hannibalsdóttir og Ingvar Gunnarsson keyptu hús Sláturfélags Suðurlands við Laxá í Leirársveit árið 2005. Þar hafði í áratugi verið sauðfjárslátrun með þeim húsakosti sem þeirri starfsemi tilheyrði, m.a. starfsmannahúsi. Kvöð var á húsunum við kaupin um að þar yrði sauðfé ekki slátrað framar. Sú kvöð var tilkomin vegna úreldingarstyrkja sem eigendur sláturhúsa fengu á sínum tíma þegar ríkisvaldið vildi fækka sláturhúsum. Nú reka þau hjónin fallegt veitingahús í þessum húsum og vel búinn gististað með glæsilegum stúdíóíbúðum og herbergjum fyrir svefnpokapláss í fyrrum starfsmannahúsi. Miðað við bréf sem þau fengu frá landbúnaðarráðuneytinu hefur kvöðinni um bann við sauðfjárslátrun verið aflétt. Miðað við það bréf er því hægt að hefja þarna sauðfjárslátrun aftur. Sú hugmynd er þó ekki uppi á teikniborðinu en upphaflega ætluðu þau hjónin að nýta húsakynnin við Laxá fyrir fiskvinnslu.

 

Í aðventublaði Skessuhorns er rætt við Huldu og Ingvar á Laxárbakka í Hvalfjarðarsveit.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is