25. nóvember. 2011 09:01
Árið 1997 afhenti íslenska ríkið Slysavarnafélaginu Landsbjörgu flest hús og land lóranstöðvarinnar á Gufuskálumá Snæfellsnesi til að þar yrði unnt að setja upp þjálfunar- og æfingabúðir fyrir björgunarsveitafólk. Þór Magnússon fyrrum deildarstjóri björgunardeildar og erindreki SVFÍtók við starfi staðarhaldara á Gufuskálum árið 2000 en áður hafði Ingi Hans Jónsson sinnt því starfi. „Það var fyrir tilstilli Inga Hans og fleiri góðra manna hér á Snæfellsnesi að það tókst að fá þessi húsakynni og land sem fylgdi fyrir þjálfunarbúðirnar, þar unnu þeir þrekvirki,“ segir Þór, sem hefur starfað hjá Slysavarnafélagi Íslands og síðar Slysavarnafélaginu Landsbjörgu í samtals 24 ár og er nú með lengsta starfsaldurinn þar.
Þór Magnússon staðarhaldari á Gufuskálum er í viðtali í aðventublaði Skessuhorns.