Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. nóvember. 2011 09:28

Omnis og Upplýsingatæknifélagið UTF sameinast

Nýlega gengu forsvarsmenn Omnis og Upplýsinga-tæknifélagsins UTF frá sameiningu félaganna undir heitinu Upplýsingatækni-félagið Omnis. UTF hefur á að skipa öflugu fólki með mikla reynslu og þekkingu í tækniþjónustu við fyrirtæki og stofnanir ásamt verkstæðisþjónustu og fellur vel að starfsemi Omnis. Omnis rekur hýsingarþjónustu, tækniþjónustu og fjórar tölvuverslanir; í Reykjavík, Akranesi, Borgarnesi og Reykjanesbæ. Hjá sameinuðu fyrirtæki munu starfa um 30 manns.

 

 

 

 

 

Samhliða sameiningunni flytur félagið tækniþjónustuna í nýtt húsnæði að Ármúla 11 í Reykjavík en þar opnaði Omnis glæsilega tölvuverslun nýlega líkt og Skessuhorn hefur áður greint frá. Framkvæmdastjóri félagsins verður Eggert Herbertsson. Hann segir þessa sameiningu og opnun verslunar í Reykjavík verða mikla lyftistöng fyrir bæði Omnis og UTF. Omnis hafi undanfarin ár stefnt að starfsemi á höfuðborgarsvæðinu og það sé loks að gerast með afgerandi hætti. Erlendur Ísfeld, sem áður var framkvæmdastjóri UTF, segist ánægður með þetta skref og að framundan séu spennandi tímar hjá öflugu fyrirtæki.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is