Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. nóvember. 2011 06:44

Vel heppnaðir tónleikar Stórsveitar Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Stórsveit Fjölbrautaskóla Snæfellinga hélt sína fyrstu tónleika þriðjudagskvöldið 22. nóvember í húsnæði FSN í Grundarfirði. Tónleikarnir voru mjög vel sóttir og viðtökur góðar. Lagalisti tónleikanna samanstóð af tíu lögum úr ýmsum áttum, t.d. Superstition, Fly like an eagle, Dynamite, Crazy train og Man in the mirror. Uppklappslag var þungarokkslagið Rage. Meðlimir sveitarinnar hafa allir lagt stund á tónlistarnám við tónlistarskóla á Snæfellsnesi og koma hér saman sem nemendur framhaldsskólans í áfanganum BIG103 en Baldur Orri Rafnsson er stjórnandi Stórsveitarinnar.

 

 

 

 

Sveitin mun starfa áfram á vorönn 2012 og nýir hljóðfæraleikarar eru velkomnir í sveitina. Hljóðfæraleikararnir voru sammála um að þetta væri eitt af því skemmtilegasta sem þeir hefðu gert í skólanum því þarna færi saman nám og áhugamál.

Velunnarar þessa verkefnis eru því að gera sér vonir um að þetta sé aðeins upphafið og sveitin eigi eftir að skemmta okkur á næstu árum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is