Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. nóvember. 2011 01:01

KK, Ellen og Ari Eldjárn í Landnámssetrinu um helgina

Það verður mikið um að vera í Landnámssetrinu um helgina. Í kvöld frumsýnir Ari Eldjárn, einn vinsælasti grínari landsins, uppistand og á morgun, laugardag eru systkinin KK og Ellen með tvenna aðventutónleika, þá fyrri klukkan 16 og hina síðari kl. 20. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni af nýútkominni plötu þeirra JÓLIN. Þetta er í annað sinn sem systkinin gefa út jólaplötu sú fyrri var Jólin eru að koma árið 2005 sem hlaut góðar viðtökur og er orðin ómissandi hluti aðventunnar á mörgum heimilum. Nýja jólaplatan er með þekktum jólalögum auk nýrra og gamalla laga úr eigin smiðju. Með KK og Ellen á tónleikunum verður Matthías Stefánsson sem leikur á fiðlu, mandólín, gítar og banjó.  Þau KK og Ellen hafa einstakt lag á að vekja með okkur hinn sanna anda jólanna svo það er von á mikilli jólastemningu á Söguloftinu.

 

 

 

 

Ari er aftur á móti að kanna nýjar lendur með uppistandi sínu í Landnámssetrinu og verður spennandi að sjá þennan mikla hæfileikamann kitla hláturtaugar áhorfenda. Uppselt er á uppistandi á föstudagskvöldið en laus sæti 27. nóv. kl. 17, 1. des kl. 20 og 4. des kl. 17. Miðaverð er kr. 2000 en nemendur fá sérstakt afsláttarverð kr. 1500.

 

Sjá nánar dagskrá Landnámssetursins í heilsíðuauglýsingu í Skessuhorni vikunnar.

-fréttatilkynning

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is