Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. nóvember. 2011 09:48

Fordæma stefnu ríkisstjórnarinnar í skatta- og atvinnumálum

Stjórn Þórs, félags ungra sjálfstæðismanna á Akranesi hefur sent frá sér ályktun um atvinnumál. Fordæmir hún þá ákvörðun stjórnvalda að leggja sérstakt kolefnisgjald á máttarstólpa atvinnulífs landsins. „Ljóst er að þessi nýi skattur mun verða til þess að fjölmörg störf glatist á landinu öllu. Þó verður þessi skattur Akranesi og nærsveitum sérstaklega þungbær, verði álagning hans að veruleika. Ljóst er að járnblendiverksmiðja Elkem á Grundartanga mun verða fyrir miklum áhrifum vegna þessa, jafnvel svo miklum að framtíð fyrirtækisins er stefnt í voða. Einnig er nú ljóst að framleiðsla íslensks sements, hjá Sementverksmiðjunni á Akranesi verður lögð af, og ekki hafin að nýju ef af gjaldheimtu verður. Þar með er síðasti naglinn negldur í kistu þessa gamalgróna fyrirtækis, með tilheyrandi atvinnumissi,“ segir í ályktun félagsins.

 

 

 

 

Þá segir að þessi skattur komi eins og köld vatnsgusa framan í íbúa á Vesturlandi sem búa sig undir skerta heilbrigðisþjónustu og missi starfa tengdum Heilbrigðisstofnun Vesturlands ef fjárlög ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2012 ná fram að ganga í þeirri mynd sem þau eru núna. „Það er algjörlega óásættanlegt á grundvelli þess að ríkisstjórnin ábyrgist byggingu 11 milljarða króna jarðganga á Norðurlandi. "Norræna velferðarstjórnin" með Velferðarráðherra í fararbroddi hlýtur að skilja að forgangsröðun sem þessi getur ekki talist eðlileg. Við skorum því á ríkisstjórnina, þá sérstaklega Velferðarráðherra og aðra þingmenn Norðvesturkjördæmis, að beita sér fyrir því að þessi störf glatist ekki. Kjördæmið má ekki við því.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is