Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. nóvember. 2011 09:59

Jólasögur og jólamyndir óskast!

Skessuhorn gengst nú sjöunda árið í röð fyrir samkeppni meðal grunnskólabarna á Vesturlandi í gerð jólamynda og jólasagna. Líkt og á síðasta ári verður keppnin í þremur flokkum. Í fyrsta lagi býðst öllum börnum á aldrinum 6-9 ára (1.-4. bekkur) að senda inn teiknaðar og litaðar myndir (A4) þar sem þemað á að vera jólin. Í öðru lagi býðst krökkum á aldrinum 10-12 ára (5.-7. bekkur) að senda inn myndir og er þemað það sama. Teikningakeppninni er því tvískipt eftir aldri.

Loks býðst elstu grunnskólakrökkunum, á aldrinum 13-16 ára (8.-10. bekkur), að senda inn jólasögur. Lengd jólasagnanna má að hámarki vera hálf til ein A4 síða með 12 punkta letri.

 

 

 

 

 

Valin verður besta myndin í hvorum flokki teikninga og besta jólasagan að mati dómnefndar. Verða verðalaunamyndir og verðlaunasagan birt í Jólablaði Skessuhorns sem kemur út þriðjudaginn 20. desember. Veitt verða verðlaun í hverjum flokki og eru þau ekki af verri endanum; glæsilegur LG Optimus One farsími frá Módel, söluaðila Vodafone.

Skilafrestur á sögum og myndum í samkeppnina er til og með föstudagsins 9. desember. Myndir skulu sendar í pósti á heimilisfangið: Skessuhorn ehf., Kirkjubraut 56, 300 Akranes. Munið að merkja vel myndirnar á bakhlið þeirra (nafn, aldur, símanúmer, heimili og skóli).

Jólasögurnar skulu sendar á rafrænu formi í tölvupósti á netfangið: skessuhorn@skessuhorn.is í síðasta lagi 9. desember nk. Þar þarf einnig að koma fram nafn höfundar, aldur, símanúmer, heimili og skóli, og skulu þær upplýsingar vera í sama skjali neðan við söguna.

Skessuhorn hvetur alla krakka á grunnskólaaldri á Vesturlandi til að taka þátt í þessum skemmtilega leik, senda okkur myndir og sögur.

 

Gangi ykkur vel!

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is