Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. nóvember. 2011 09:01

Lengjubikarmeistarar í undanúrslitin

Eftir hnífjafnar viðureignir Snæfells og Stjörnunnar í IE-deildinni og Lengjubikarnum í vetur, náðu Snæfellingar að vinna öruggan sigur á Garðbæingum, 94:84, þegar liðin mættust í úrslitaleik síns riðils í Lengjubikarnum í Hólminum á sunnudagskvöldið. Snæfell er þar með komið í undanúrslit keppninnar en liðið var Lengjubikarmeistari í fyrra. Leikurinn fór rólega af stað en Snæfell var með frumkvæðið fram af og komst m.a. sextán stigum yfir í öðrum leikhluta 35:19. Gestirnir voru þó ekki að baki dottnir og náðu að vinna þennan mun upp á svipstundu fram að hálfleik, en þá var  staðan 42:41 fyrir Snæfelli. Stjarnan var áfram að spila vel og leikurinn í jafnvægi í byrjun seinni hálfleiks.  

 

 

 

 

Kaflaskilin voru þó ekki langt undan og þau komu þegar Snæfell náði 13 stiga forystu 68:55 með stórþristum frá Pálma Frey og Sveini Arnari. Stjörnumenn hittu ekkert á þessum kafla og staðan var 68:59 fyrir Snæfell fyrir lokaleikhlutann.

Í síðasta leikhlutanum gerði fyrrum liðsmaður Snæfells nú í Stjörnunni, Justin Shouse, þeim skráveifu, skoraði grimmt og minnkaði muninn í 78:80. Marquis Hall smellti þá næstu fimm stigum fyrir Snæfell og þá var líkt og slokknað hefði á Stjörnumönnum, einkanlega eftir að Justin fór af velli. Á einni mínútu varð staðan 91:80 fyrir Snæfell og þar með voru úrslitin ráðin, lokatölur eins og áður sagði 94:84.

Hjá Snæfell var Quincy Cole með 28 stig og 11 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 21 stig, Marquis Hall með 14 stig og 7 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson með 10/4 frák/6 stoðs, Ólafur Torfason 9/10 frák., Hafþór Ingi 6/4 frák. og Sveinn Arnar Davíðsson með 6 stig. Hjá Stjörnunni var Justin Shouse atkvæðamestur með 29 stig og 4 fráköst.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is