Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. nóvember. 2011 09:01

Lengjubikarmeistarar í undanúrslitin

Eftir hnífjafnar viðureignir Snæfells og Stjörnunnar í IE-deildinni og Lengjubikarnum í vetur, náðu Snæfellingar að vinna öruggan sigur á Garðbæingum, 94:84, þegar liðin mættust í úrslitaleik síns riðils í Lengjubikarnum í Hólminum á sunnudagskvöldið. Snæfell er þar með komið í undanúrslit keppninnar en liðið var Lengjubikarmeistari í fyrra. Leikurinn fór rólega af stað en Snæfell var með frumkvæðið fram af og komst m.a. sextán stigum yfir í öðrum leikhluta 35:19. Gestirnir voru þó ekki að baki dottnir og náðu að vinna þennan mun upp á svipstundu fram að hálfleik, en þá var  staðan 42:41 fyrir Snæfelli. Stjarnan var áfram að spila vel og leikurinn í jafnvægi í byrjun seinni hálfleiks.  

 

 

 

 

Kaflaskilin voru þó ekki langt undan og þau komu þegar Snæfell náði 13 stiga forystu 68:55 með stórþristum frá Pálma Frey og Sveini Arnari. Stjörnumenn hittu ekkert á þessum kafla og staðan var 68:59 fyrir Snæfell fyrir lokaleikhlutann.

Í síðasta leikhlutanum gerði fyrrum liðsmaður Snæfells nú í Stjörnunni, Justin Shouse, þeim skráveifu, skoraði grimmt og minnkaði muninn í 78:80. Marquis Hall smellti þá næstu fimm stigum fyrir Snæfell og þá var líkt og slokknað hefði á Stjörnumönnum, einkanlega eftir að Justin fór af velli. Á einni mínútu varð staðan 91:80 fyrir Snæfell og þar með voru úrslitin ráðin, lokatölur eins og áður sagði 94:84.

Hjá Snæfell var Quincy Cole með 28 stig og 11 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 21 stig, Marquis Hall með 14 stig og 7 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson með 10/4 frák/6 stoðs, Ólafur Torfason 9/10 frák., Hafþór Ingi 6/4 frák. og Sveinn Arnar Davíðsson með 6 stig. Hjá Stjörnunni var Justin Shouse atkvæðamestur með 29 stig og 4 fráköst.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Um sótthví

Grundarfjarðarbær

Sumarstörf 2020

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Frá bæjarstjóra, 16. mars 2020

Grundarfjarðarbær

Frá bæjarstjóra, 15. mars 2020

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is