Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. nóvember. 2011 01:01

Útgáfa bókar og afhending skipslíkana

Mikið var um dýrðir í Hjálmakletti í Borgarnesi síðastliðinn föstudag þegar aðstandendur verksins „Víst þeir sóttu sjóinn - Útgerðarsaga Borgfirðinga,“ efndu til hátíðar í tilefni af útgáfu bókarinnar. Um hundrað manns sóttu viðburðinn og hlýddu m.a. á ávörp aðstandenda bókarinnar, þeirra Sveins G. Hálfdánarsonar og Sigvalda Arasonar, auk fróðlegs upplesturs Ara Sigvaldasonar höfundar hennar.

Jafnframt fögnuði yfir bókarútgáfu voru afhjúpuð tvö ný líkön af fyrrum skipum hf. Skallagríms, Akraborginni hinni fyrstu, sem upphaflega var smíðuð árið 1956 í Danmörku, og Laxfossi sem smíðaður var í sama landi árið 1935. Voru það fyrrverandi starfsmenn útgerðarfyrirtækjanna í Borgarnesi, þeir Jón Daníelsson og Gunnar Ólafsson sem afhjúpuðu líkönin góðu. Hefur nú allur floti hf. Skallagríms, hf. Gríms og hf. Fjarðar verið endurbyggður í líkanaformi, en að auki hafa verið smíðuð skipin Hafborg, Hvítá og Eldborg. Er það Grímur Karlsson módelsmiður í Njarðvík sem sett hefur skipin saman og þykja þau mikil völundarsmíð. Voru líkönin fimm að endingu formlega afhent Byggðasafni Borgarfjarðar og Borgarbyggð til varðveislu með þeirri ósk að þeim yrði komið fyrir “þar sem fólk fer um.” Fyrir hönd sveitarfélagsins veittu þau Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Safnahúss Borgarfjarðar og Páll Brynjarsson sveitarstjóri Borgarbyggðar skipunum viðtöku.

 

Að lokinni formlegri dagskrá var gestum boðið upp á kaffiveitingar auk þess sem seld voru ófá eintök af bókinni góðu sem verður að teljast veglegt framlag til ritunar atvinnusögu Borgarfjarðar.

 

Má segja að nú sé tveimur köflum lokið í varðveislu útgerðarsögu Borgfirðinga, annars vegar skrásetning útgerðarsögunnar sjálfrar og hins vegar líkanasmíðin. Nokkurs konar þriðji kafli þessa frumkvæðis er þó hafinn með stofnun Grímshúsfélagsins í Borgarnesi. Hefur félagið það aðalmarkmið að gera upp fyrrum húsnæði hf. Gríms í Brákarey með tilstyrk félagsmanna og nærsamfélagsins hvort sem er í sjálfboðavinnu eða með annarskonar stuðningi. Sem dæmi þá mun nettóhagnaður af sölu nýju bókarinnar renna óskipt til Grímshússfélagsins. Vonir standa til að einhverjar framkvæmdir geta hafist vorið 2012.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is