Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. nóvember. 2011 08:01

Heiðruðu frumkvöðla í vestlenskri hrossarækt

Níu frumkvöðlar Hrossaræktar- sambands Vesturlands voru heiðraðir á haustfundi þess sem haldinn var sl. sunnudag á Hótel Borgarnesi. Þetta er í fyrsta sinn sem Hrossaræktar- sambandið veitir heiðursviðurkenningar sem þessar, en stjórnin samþykkti nýlega að veita skyldi þeim sem skarað hafa framúr í félags- og ræktunarmálum sambandsins gullmerki. Þótti við hæfi að heiðra þennan hóp í fyrsta sinn.

Fyrstu gullmerkjahafar Hrossaræktar- sambands Vesturlands eru þau Árni Guðmundsson frá Beigalda, Leifur Kr. Jóhannesson í Mosfellsbæ, Einar E. Gíslason, Syðra-Skörðugili, Haukur Sveinbjarnarson á Snorrastöðum, Gísli Höskuldsson á Hofsstöðum, Sigurborg Ágústa Jónsdóttir á Báreksstöðum, Ólöf Kolbrún Guðbrandsdóttir í Nýja-Bæ, Ragnar Hallsson í Hallkelsstaðahlíð og Högni Bæringsson í Stykkilshólmi.

Að venju voru veitt verðlaun fyrir hæst dæmdu kynbótahross í eigu Vestlendinga. Auk þess var Ræktunarbú Vesturlands árið 2011 verðlaunað, en það var að þessu sinni Berg í Grundarfirði.

 

Nánar er fjallað um fundinn í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is