Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. nóvember. 2011 09:01

Bílaverkstæðið Brautin á Akranesi 40 ára

Því var fagnað síðastliðinn föstudag að fjörutíu ár eru liðin frá því Bifreiðaverkstæðið Brautin á Akranesi var stofnað. Fyrirtækið hefur alla tíð verið rekið af sömu fjölskyldunni. Upphaflega stofnaði Sigurgeir Sveinsson verkstæði í eigin nafni en árið 1971 stofnaði hann svo Brautina ásamt eiginkonu sinni Erlu Karlsdóttur. Síðan hefur fyrirtækið verið rekið á sömu kennitölunni. Sigurgeir féll frá 2001 en Erla hélt áfram rekstrinum ásamt sonum þeirra, þeim Karli, Jónasi og Viktori sem allir vinna þar í dag. Erla dró sig nýverið út úr rekstrinum en á sinn hlut í fyrirtækinu ásamt þeim bræðrum og fjölskyldum þeirra.

 

 

 

 

Brautin er í senn bílaleiga og bifreiðaverkstæði. Stofnað var til bílaleigunnar árið 1974 og er hún því með eldri bílaleigum landsins. Mest áhersla er þó lögð á réttingar og srautun bíla. Sigurgeir heitinn sá fljótt tækifæri í því að byggja upp góða aðstöðu fyrir boddyviðgerðir og sprautun og var verkstæðið með þeim fyrstu hér um slóðir til að byggja sprautuklefa. Auk boddyviðgerða og málunar eru bílar einnig teknir til almennra viðgerða í Brautinni. Starfsmenn eru nú sjö talsins og eru verkefni næg að sögn þeirra bræðra; Karls, Jónasar og Viktors.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is