Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. nóvember. 2011 10:01

Tónverk eftir ungan Borgnesing frumflutt í Hörpunni

Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborgarsal Hörpu sl. fimmtudag var frumflutt nýtt tónverk eftir ungt og efnilegt tónskáld, Önnu Þorvaldsdóttur. Ber tónverkið heitið Aerilaity og var það Ilan Volkov sem sá um hljómsveitarstjórn. Anna, sem lauk doktorsprófi í tónsmíðum frá Kaliforníu háskóla í San Diego í Bandaríkjunum (UCSD) nú í október, er ættuð úr Borgarnesi en hún er dóttir Birnu Þorsteinsdóttur tónlistarkennara og Þorvaldar Heiðarssonar húsasmiðs. Anna hefur fengist við tónlistariðkun frá unga aldri. Tónsmíði hefur hún hins vegar lagt ríka stund á síðustu ár og hafði hún áður lokið BA gráðu í greininni frá Listaháskóla Íslands 2004 auk MA náms frá UCSD 2008. Gerður hefur verið góður rómur að verkum Önnu og hlaut hún meðal annars Íslensku tónlistarverðlaunin á árinu fyrir tónverk sitt, Hrím, sem tónsmíði ársins 2010.

Nánar í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is