Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. desember. 2011 11:17

Lögreglan óskar eftir vitnum að eftirför gærkvöldsins

Lögreglan í Borgarfirði og Dölum veitti ökumanni eftirför í gærkvöldi þegar hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu. Ökumaðurinn, sem talinn er hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna, ók utan í lögreglubíl og reyndi síðan að komast undan. Ók hann á ofsahraða sem leið lá yfir Borgarfjarðarbrúna og suður, en undir Hafnarfjalli mældist hann á 150 km/klst hraða. Lögreglan í Borgarfirði og Dölum kallaði þá eftir aðstoð frá lögreglunni Akranesi og höfuðborgarsvæðinu en alls tóku fimm lögreglubílar þátt í eftirförinni. Naglamottu var komið fyrir á hringtorginu við mynni Hvalfjarðarganga sem flóttamaðurinn ók yfir og hægði það mjög á honum. Hann var svo króaður af og tekinn höndum þegar hann var skammt kominn inn í göngin en þeim var lokað um tíma. Maðurinn var færður í fangageymslu á Akranesi þar sem hann sætir nú yfirheyrslu.

 

 

 

 

„Mikill háski skapaðist af aksturslagi mannsins en þetta hafa verið upp undir tuttugu bílar sem farið var framúr eða mætt. Ekið var um allan veg og ekki alltaf á réttum vegarhelmingi. Þess vegna óskum við nú eftir því að ná tali af fólki sem varð vitni að þessari atburðarás því líkur eru á að það hafi sjálft lent utan vegar eða í öðrum háska,“ sagði Theodór Þórðarson yfirlögregluþjónn í Borgarnesi í samtali við Skessuhorn. Hann segir að þegar uppi er staðið hafi aðgerðin tekist vel og mikil mildi að ekkert manntjón hafi orðið. Annað hafi þó valdið honum talsverðum áhyggjum. „Staða lögreglunnar er nú þannig að við höfum mátt þola mikinn niðurskurð og erum nánast fjársvelt. Þetta atvik átti sér stað á tíma þegar aðeins einn lögreglumaður er á vakt og það tók tíma að kalla annan út. Minnstu mátti því muna að við misstum af bílnum. Það er ekki einungis öryggi íbúanna sem við höfum áhyggjur af heldur einnig öryggi lögreglumanna. Öryggisstigið er einfaldlega orðið of lágt og við erum farnir að óttast verulega um mannskapinn,“ sagði Theodór að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is