Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. desember. 2011 01:09

Snæfellsstúlkur lögðu KR í æsispennandi leik

Snæfell lagði KR í Iceland Express deild kvenna í gærkvöldi, 77-72. Kieraah Marlow var fremst í flokki Snæfellsstúlkna með 32 stig, átta fráköst og fjórar stoðsendingar.

Fyrsti leikhluti var nokkuð jafn en liðin skiptust jafnt með sér bæði stigum og klaufalegum mistökum. Heimastúlkur náðu mest fimm stiga forskoti í stöðunni 14-9 og héldu forystunni út fjórðunginn en staðan var 20-16 Snæfelli í vil eftir fyrsta hluta.

Gestirnir byrjuðu hins vegar með krafti í öðrum leikhluta og náðu strax að jafna 20-20. Við það tók KR sprett og var Margrét Kara Sturludóttir þar í fararbroddi en hún setti hvern þristinn á fætur öðrum. Í hálfleik var staðan orðin 33-40 fyrir KR.

Í þriðja leikhluta náði KR að leiða að mestu með fimm stigum en Snæfell herti sinn leik og jafnaði í stöðunni 44-44. Kieraah Marlow náði sér á strik og var komin með 26 stig eftir leikhlutann á meðan KR-ingar slógu slöku við. Snæfell leiddi 53-52 fyrir síðasta leikhlutann.

Fjórði leikhlutinn einkenndist af mikilli baráttu á báða bóga. Snæfellingar byrjuðu fjórðunginn með miklum spretti og voru komnar með yfirhöndina í stöðunni 63-55. Gestirnir gáfust þó ekki upp og þegar einungis fimmtíu sekúndur voru til leiksloka var staðan 71-70 og allt mögulegt. Snæfell lét þó ekki deigan síga og komust í stöðuna 77-70 og lítið sem KR gat gert annað en að setja eina tveggja stiga körfu áður en leiktíminn leið undir lok. Lokatölur því 77-72 Snæfelli í vil.

Kieraah Marlow var eins og áður sagði lang atkvæðamest í liði Snæfells með 32 stig, átta fráköst og fjórar stoðsendingar. Næst kom Helga Hjördís Björgvinsdóttir með 14 stig og 16 fráköst. Hildur Sigurðardóttir skoraði 13 stig, var með fimm fráköst og fjórar stoðsendingar, Hildur Björg Kjartansdóttir var með ellefu stig, átta fráköst og fjórar stoðsendingar og þá voru Ellen Alfa Högnadóttir og Sara Mjöll Magnúsdóttir með sitthvor tvö stigin.

Stigahæst í liði KR var Erica Prosser með 19 stig, sjö fráköst og átta stoðsendingar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is