Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. desember. 2011 01:46

Hvalfjarðarsveit mótmælir vinnubrögðum Innanríkisráðuneytisins

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar mótmælir harðlega fyrirhuguðum breytingum á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í þá átt að skert verði að fullu jöfnunarframlag til þeirra sveitarfélaga sem hafa heildartekjur sem eru 50% umfram landsmeðaltal. Þetta hafi ekki verið gefið til kynna á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna, né á öðrum vettvangi sveitarstjórnarmála.

Í yfirlýsingu frá sveitarstjórn segir að sveitarfélögum beri að vinna fjárhagsáætlanir og að Hvalfjarðarsveit sinni því verkefni af fyllstu varkárni og fylgi þar til settum reglum sem yfirvöld setja þar um.

„Það gefur auga leið að fjárhagsáætlun sem afgreiðast á í byrjun desember er komin á lokaúrvinnslustig þegar þessi hugmynd kemur fram þann 28. nóvember varðandi það að strika út framlög Jöfnunarsjóðs vegna grunnskólaframlags og fasteignaskattsframlags til Hvalfjarðarsveitar. Þessum vinnubrögðum Innanríkisráðuneytis - Jöfnunarsjóðs er harðlega mótmælt,“ segir ennfremur.

“Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar gerir alvarlegar athugasemdir við áform Innanríkisráðuneytisins um breytingar á úthlutunarreglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Hvalfjarðarsveit er kunnugt um þá fjárhagserfiðleika sem ýmis sveitarfélög glíma við, bæði vegna erfiðs efnahagsástands og öðrum ástæðum sem hægt er að rekja til ákvarðana þeirra á umliðnum árum og hefur verið tilbúin til að ræða breytingar í átt til tekjujöfnunar í gegnum Jöfnunarsjóð. Það veldur hinsvegar vonbrigðum og vekur furðu að fram séu komnar tillögur að svo róttækum breytingum sem hafa jafn afgerandi áhrif á forsendur fjárhagsáætlunar, á þeim tíma þegar sveitarfélög hafa nær lokið vinnu við fjárhagsáætlunargerð. Innanríkisráðuneytið hefur lagt mikla áherslu á lýðræði og gott samráð við sveitarfélög og því kemur sú tilkynning sem hér liggur fyrir mjög á óvart. Sveitarstjórn neitar að trúa því að þessi leið verði farin og að sveitarfélögum verði ekki gefin neinn tími til aðlögunar,“ segir í bókun sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is