Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. desember. 2011 09:01

Hjörtur Hans Kolsöe ráðinn skipulags- og byggingarfulltrúi Hvalfjarðarsveitar

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti einróma á sveitarstjórnarfundi síðastliðinn mánudag að ráða Hjört Hans Kolsöe í starf skipulags- og byggingarfulltrúa. Þetta kemur fram á heimasíðu sveitarfélagsins. Hjörtur Hans starfaði áður sem skipulags- og byggingarfulltrúi Grundarfjarðar og hefur víðtæka reynslu  af stjórnun, rekstri og þróunarstarfi. Þá hefur hann stjórnunar og rekstrarreynslu meðal annars úr rekstri skipulags- og byggingardeildar verkefnastjórnun við byggingar og hjá byggingarfulltrúanum í Reykjavik.

 

 

 

 

Viðtalshópur Hvalfjarðarsveitar var skipaður þeim Laufeyju Jóhannsdóttur sveitarstjóra, Sigurði Sverri Jónssyni oddvita, Sævari Ara Finnbogasyni formanni Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefndar og Arnheiði Hjörleifsdóttur varaformanni sömu nefndar. Hópurinn fór yfir allar umsóknir, kynnti sér feril og störf umsækjenda og þá með sérstöku tilliti til þeirra atriða og krafna sem tilgreindar voru í auglýsingu um starfið. Tíu aðilar voru boðaðir í viðtal. Niðurstaðan var sú að sveitarstjórn samþykkti samhljóða með öllum greiddum atkvæðum að ráða Hjört Hans og fela sveitarstjóra að ganga til samninga við hann varðandi starfið. Ráðgert er að Hjörtur Hans Kolsöe hefji störf innan tíðar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is