Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. desember. 2011 10:54

Stórtjón er vindmyllan féll í Belgsholti

Bændur í Belgsholti í Melasveit urðu fyrir miklu tjóni þegar vindmyllan féll af mastrinu og til jarðar um tíuleytið sl. þriðjudagsmorgun. Að sögn Haraldar Magnússonar bónda var ekki veðri um að kenna heldur virðist um einhverskonar galla að ræða í stýringarforriti. Myllan hafi snúist of mikið undan, alveg í 180 gráður og verið farin að snúast á móti vindinum. Tekið mikið rafmagn af netinu við þann gjörning og álagið á mylluspaðana vegna þessa hafi orðið svo mikið að einn spaðinn brotnaði og þá kastaðist myllan af mastrinu til jarðar með viðkomu í mastrinu sjálfu og olli á því skemmdum. Haraldur segir að eins fljótt og kostur er verði ráðist í viðgerð en ljóst að engin raforkuframleiðsla verði í Belgsholti um stundarsakir.

 

 

 

 

Þá segir Haraldur að myllan hafi ekki verið tryggð og ef ekki fáist bætur frá framleiðanda vegna galla í stýringarbúnaði, sem hann telji ótvíræðan, verði tjónið mikið, bæði á búnaðinum og vinnu við lagfæringarnar. Um leið ætlar Haraldur að lækka mastrið, þar sem komið hafi í ljós að enn meiri hagkvæmni fæst í framleiðsluna með því að beisla vindinn í minni hæð.

Frá því raforkuframleiðsla byrjaði frá vindmyllunni í Belgsholti um mitt sumar hefur þurft að vinna að lausn tæknilegra mála, svo sem með snúning á myllunni í stefnu á vindáttir. Haraldur segir raforkuframleiðsluna hafa verið komna á gott ról. Síðustu vikur var vindmyllan að spara rafmagn til bús og heimilis í Belgsholti um 80-90%, auk þess að senda marga daga raforku inn á dreifkerfi Rarik.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is