Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. desember. 2011 11:55

14 misstu vinnuna í TH-trésmiðju á Akranesi

Öllum starfsmönnum TH-trésmiðju var sagt upp síðastliðinn miðvikudag en þar unnu þrjátíu manns í tveimur verksmiðjum, þar af 14 á Akranesi.

Trésmiðja Þráins E. Gíslasonar sf. var stofnuð á Akranesi árið 1996 af þeim hjónum Þráni og Maríu S. Sigurðardóttur. Fyrirtækið lenti í gríðarlegum rekstrarerfiðleikum eftir efnahagshrunið 2008 líkt og mörg önnur byggingafyrirtæki í landinu og var sett í greiðslustöðvun. Í júní 2009 tók TH ehf. á Ísafirði við eignum Trésmiðju Þráins E Gíslasonar sf. og hélt framleiðsla áfram á báðum stöðum. Sonur Þráins, Gísli S Þráinsson var framleiðslustjóri verksmiðjunnar á Akranesi. „Það hefur verið lítið að gera hjá okkur að undanförnu og í september síðastliðnum var starfshlutfall allra minnkað niður í 50%. Auðvitað vonum við að ástandið fari að batna en horfurnar eru ekkert sérstakar,“ sagði Gísli í samtali við Skessuhorn.

 

 

 

 

Trésmiðjan Hnífsdal ehf., sem síðar fékk nafnið TH ehf., hefur starfað frá árinu 1958 og var þar af leiðandi með elstu byggingafyrirtækjum á Íslandi. Á heimasíðu Morgunblaðsins var rætt við Steinþór Bjarna Kristjánsson, framkvæmdastjóra og eiganda TH. Þar segir hann að verkefnin hafi smátt og smátt verið að þurrkast upp, þessi innréttingabransi sé ekki svipur hjá sjón. Tíminn verði að leiða í ljós hvort einhverjir verði ráðnir aftur en verið sé að spá í ástand og horfur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is