Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. desember. 2011 01:31

Stálu sigrinum gegn Hamri

Snæfellsstúlkur gerðu góða ferð í Hveragerði í gær og tóku þriggja stiga útisigur, 68-71, í Iceland Express deild kvenna í körfubolta. Lið Hamars hafði verið yfir allan leikinn þar til í lokafjórðungnum er Snæfellingar stálu sigrinum. Staðan eftir þriðja hluta var 60-45 fyrir Hamar en Snæfell skoraði þá 26 stig gegn átta stigum Hamars og sigur því í höfn.

Leikurinn var jafn framan af og staðan að loknum fyrsta leikhluta 18-15 heimakonum í vil. Hamar tók á sprett í upphafi annars leikhluta og náði fljótlega tíu stiga forystu í stöðunni 29-19. Snæfell náði þó að minnka muninn niður í sjö stig og staðan 34-27 í hálfleik.

Hamarsstúlkur héldu áfram að sækja af krafti og náðu mest í 21 stiga forystu í þriðja leikhluta en aftur náði Snæfell að klóra í bakkann og minnkaði muninn niður í 15 stig áður en fjórðungurinn var úti. Staðan fyrir síðasta leikhlutann 60-45 heimastúlkum í vil, sem voru síðan með allt á hælunum í lokafjórðungnum. Hamar skoraði fyrstu körfuna en síðan tók við 2-21 kafli hjá Snæfelli sem komst yfir í stöðunni 64-66. Samantha Murphy jafnaði úr vítaskoti, 66-66, á loka sekúndunum en Snæfell svaraði með þriggja stiga körfu og kláruðu svo leikinn á vítalínunni. Lokatölur, eins og áður sagði, 68-71.

Stigahæstar í liði Snæfells voru Hildur Sigurðardóttir með tuttugu stig og Helga Hjördís Björgvinsdóttir með 18 stig. Kieraah Marlow skoraði 16 stig, Hildur Björg Kjartansdóttir átta og Björg Guðrún Einarsdóttir þrjú. Ellen Alfa Högnadóttir, Alda Leif Jónsdóttir og Sara Mjöll Magnúsdóttir voru svo allar með tvö stig.

Samantha Murphy fór mikinn fyrir liði Hamars en hún var langstigahæst með 41 stig að leik loknum, eða rúmlega 60% stiga liðsins. Sú sem kom næst á eftir, nýi leikmaðurinn Katherine Graham, skoraði 14 stig.

Næsti leikur Snæfells er heimaleikur gegn Njarðvík annað kvöld kl. 19.15.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is