Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. desember. 2011 11:34

Mikið vatnstjón í Logalandi

Mikið tjón varð í félagsheimilinu Logalandi í Borgarfirði um helgina þegar hitavatnslögn í húsinu bilaði. Einkum varð tjón í eldhúsi, en þar lá lögnin yfir. Að sögn Hafsteins Þórissonar stjórnarmanns er nánast allt ónýtt í eldhúsinu, innréttingar, klæðningar og gólfefni. Vatnið flæddi fram á gang og inn í sal og urðu skemmdir á gólfefnum, auk þess sem óttast er að ljós- og hljóðbúnaður hafi skemmst. Þegar Skessuhorn ræddi við Hafstein húsvörð á mánudag var von á tryggingarmönnum til að meta tjónið.

Bóndi á næsta bæ við Logaland varð var við það á sunnudag að gufu lagði upp frá félagsheimilinu. Var unnið við það fram á kvöld að stöðva lekann, hreinsa til og þurrka upp vatn. Rörið sem gaf sig liggur við útvegg á efri hæðinni, en ekki er um gamlar lagnir að ræða, að sögn Hafsteins voru þær lagðar fyrir nokkrum árum þegar gerðar voru lagfæringar á félagsheimilinu. Jafnvel er grunur um rörið hafi sprungið vegna ónógrar einangrunar en mikið frost hefur verið síðustu vikuna í Reykholtsdal eins og víðar á Vesturlandi.

 

 

 

 

Vegna þessa varð að aflýsa árlegum jólabasar Ungmennafélags Reykdæla sem halda átti í Logalandi nk. laugardag. Hafsteinn segir að ef takist að koma félagsheimilinu í not fyrir jól og halda í því þá viðburði sem venjulega eru á þeim tíma, verði eldhúsið alltént ekki tilbúið, en þar varð mesta tjónið eins og áður segir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is