Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. desember. 2011 05:01

Ríflega þrjátíu stöðugildi glatast við niðurskurð HVE

Aðgerðir vegna niðurskurðar hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands til samræmis við fjárlög ríkisins fyrir næsta ár hafa verið ákveðnar. Stærsta aðgerðin er að eftirleiðis verða þrjár leigudeildir á sjúkrahúsinu á Akranesi í stað fjögurra. Sjúklingar sem áður lögðust inn á öldrunar- og endurhæfingardeild verða fluttir á lyflækningadeild og handlækningadeild. Þeir sjúklingar sem hlotið hafa vistunarmat munu eftir atvikum flytjast á dvalar- og hjúkrunarheimili. Við þessa breytingu mun starfsfólki fækka um 25-28 á sjúkrahúsinu á Akranesi. Áætlað er aðlögun verði í meginatriðum lokið í ágúst 2012. Að auki mun koma til varanleg skerðing á starfshlutföllum sem samið var um í ársbyrjun 2009. Þessi skerðing snertir 18 starfsmenn og er í heild ríflega 2,7 stöðugildi.

 

 

 

 

Guðjón S. Brjánsson forstjóri HVE segir niðurskurðurinn mjög sársaukafullan. Í heild verður hann hjá HVE um 150 milljónir. Skilyrt því að stofnunin haldi sig innan fjárlaga eru eitt hundrað milljónir veittar í víkjandi lán og þannig rúmast niðurskurður HVE innan fjárlaga næsta árs, en í upphaflegum tillögum var gert ráð fyrir að hann yrði 250 milljónir.

Aðrar helstu ráðstafanir í niðurskurði HVE er að starfsemin í Stykkishólmi verði endurskipulögð, svo ná megi fram 30 milljóna króna niðurfærslu kostnaðar. Sérstök nefnd ráðuneytis vinnur að greinargerð um úrfærslu þess þáttar. Unnið verður að sameiningu þriggja vaktsvæða á Snæfellsnesi þannig að litið verði á 3800 íbúðabyggð á nesinu öllu sem eina þjónustuheild. Þessu á að vera lokið síðari hluta næsta árs. Unnið verður að auknu samstarfi lækna um vaktaskipan og afleysingar í Búðardal og á Hólmavík. Á Hvammstanga verður fækkað hjá HVE um þrjú stöðugildi.

Á minni heilsugæslustöðvum verður opnunartími styttur í 30 stundir á viku. Öll sérkjör umfram kjarasamninga verða endurskoðuð til samræmis við það sem þegar hefur verið gert, föst og tilfallandi yfirvinna verður hvarvetna færð niður með miklu aðhaldi og eftirfylgni. Starfsemi eldhúsa á sólarhringsstofnunum HVE verður lokið kl. 16 alla daga, samkvæmt upplýsingum Guðjóns S. Brjánssonar forstjóra HVE.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is