Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. desember. 2011 09:01

Gamli mjólkurfræðingurinn sendir frá sér bók

Hvað er Golli? Því svarar Hilmir Jóhannesson í bók sem hann gaf út í haust. Hilmir er mjólkurfræðingur og var verkstjóri í Mjólkursamlagi Kaupfélags Borgarfjarðar 1964 – 1972.  Hilmir tók mikinn þátt í leikstarfsemi á þessum árum, meðal annars skrifaði hann leikritið Sláturhúsið Hraðar hendur og barnaleikritið Óskup er að vita þetta. Í þeim og fleiri leikritum bæði lék hann og leikstýrði. Ófáar árshátíðir mætti hann á með gítar og gamanvísur og væri langur bálkur upp að telja. “Gollar eru skrifaðir til að lesendur geti haft gaman af, en öllu gamni fylgir nokkur alvara og þarna má finna margt heimilislegt sem rímar við síðasta tíma Íslandssögunnar. Hver og einn getur túlkað eftir sínu höfði, eða bara skemmt sér af því sem í boði er. Flóknar vangaveltur og hugleiðingar á hver og einn fyrir sig,” segir Hilmir, en í einni vísunni stendur.

                                   

 

 

 

Skúm er hér og skítur þar,

en skelfing fátt til ráða.

Uppi niðri allsstaðar,

Óskup er að sjá það.

 

Margskonar kveðskapur er í bókinni, það form er svo þröngt að sennilega er þar erfiðara að leyna beinum tilvísunum, en allt er þetta flæðandi hagmælska. Óvísindaleg úttekt bendir til að kynjahlutfallið sé jafnt í bókinni, víðar en hjá fleirum, eins og karlinn sagði.

Mattador er spilaður þarna, og spilastjórinn fatlaður og mállaus, þó hann sé auðvitað aðalkarlinn. Sérkennilegt einnig að hann getur aðeins sagt - Fíkja - og furðulegt hvað margt er útskýrt í jafn stuttu máli. Adam og Eva huldu blygðun sína með fíkjublaði eftir syndafallið. Þessi túlkun getur verið kolröng en ekki ósennileg. Ef til vill er mottó bókarinnar?

 

Staldraðu við og láttu hugann leita.

Labbaðu til baka á gúmískónum.

Um sumardag á sandinum, í mónum.

Sem að tíminn náði ekki að breyta.

Eyðist það sem af er tekið burt,

annað breytist þó það sé um kjurt.

 

Hilmir ætlar að selja og árita bókina í Gamla mjólkursamlaginu í Borgarnesi, næsta laugardag kl 14-16.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is